28.05.2018

Glaðir krakkar úr. 6.b. GJS í Grunnskóla Snæfellsbæjar sem lögðu leið sína í bankann til að leggja inn það sem safnaðist í söfnun þeirra "Börn hjálpa börnum" hjá ABC barnahjálp en krakkarnir söfnuðu alls 70.549 sem er vel gert. Þeim langar til að þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum við söfnunina.

23.05.2018

Við erum nemendur í 6. GJS í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Við höfum verið að vinna verkefni sem heitir Hreint haf og fengið fræðslu frá Margréti Hugadóttur hjá Landvernd.

Við lærðum að plast getur haft mengandi áhrif á dýr og fugla og að rusl í náttúrunni getur haft skaðleg áhrif.

Ef við tökum ekki plastið úr náttúrunni, verður mögulega meira af plasti en fiskar í sjónum árið 2050 en þá verðum við 44 ára.

Plast var fundið upp á milli 1950 og 1960 og eyðist ekki heldur brotnar niður í litla búta. Okkur finnst skrítið að bleyjurnar...

15.05.2018

Við fengum frábæra heimsókn í dag. Gunnar Helgason rithöfundur kom og ræddi við nemendur og foreldra um mikilvægi lesturs og las upp úr verkum sínum. Um miðjan dag sýndum við bíómynd byggða á bók hans Víti í Vestamnnaeyjum. Heimsóknin tókst vel í alla staði og almenn ánægja með heimsóknina.

15.05.2018

Við í 4. bekk höfum undanfarið verið að vinna að fiskaverkefni í Átthagafræði. Þar lærðum við um nýtjafiska, vinnuslu á þeim og veiðar. Við heimsóttum Fiskmarkað Íslands og Sjávariðjuna til að skoða hvað er gert þar. Við lærðum um fiskana og bjuggum til veggspjöld og glærukynningar og kynntum fyrir bekkjarfélögum okkar. Við enduðum svo verkefnið á að hafa “fræðslusýningu” þar sem við sýndum nemendum í 1. til 3. bekk fiskana ogfleiri sjávarlífverur og sögðum þeim frá. Fiskana á sýningunni fengum við frá sjómönnum hér á svæðin...

15.05.2018

3.bekkur gerði litatilraunir. Í tilraunina er notað: vatn, matarolía, blek eða matarlitur og salt. Vatni er helt í glas eða krukku, fyllt upp að 3/4. Síðan er matarolíu helt yfir þar til hún myndar lag ofan á vatnið. Þvínæst er litur settur út í með dropateljara. Best að byrja á einum dropa af hverjum lit sem er notað og bæta svo meiru í þegar á líður. Salt sett yfir en það "sprengir" litinn og hjálpar honum að komast í gegnum olíulagið niður í vatnið.

15.05.2018

2.bekkur lét veðrið ekki stoppa sig við að skoða listina í okkar nánasta umhverfi. Við skoðuðum listaverkin og spáðum í sögurnar sem notaðar eru sem uppspretta fyrir sköpunarferlið. Ein af þeim er saga Jules Verne," Leyndardómar Snæfellsjökuls". Þegar við komum úr ferðinni skoðuðum við stiklu úr bíómynd sem gerð var eftir sögunni.

09.05.2018

Mánudaginn 14. maí fáum við góðan gest í heimsókn. Gunnar Helgason leikari, leikstjóri og rithöfundur kemur þá og fundar með nemendum og foreldrum til að ræða um mikilvægi lesturs. Jafnframt stefnum við að því að sýna kvikmynd sem byggð er á bók hans Víti í Vestmannaeyjum. Þessi viðburður er upphaf að Sumarlestrinum sem skólinn og Bókasafn Snæfellsbæjar standa fyrir líkt og tvö síðustu sumur.

Myndin verður sýnd í félagsheimilinu Klifi kl. 15:00, aðgangseyrir er 500 kr. Sýningunni lýkur kl 16:30.

Fyrirlestur og umræður um mikil...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00