11.04.2018

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi var haldin í Ólafsvíkurkirkju í gærkveldi. Athöfnin var vel skipulögð og hátíðleg, m.a. léku tveir nemendur úr sjöunda bekk á hljóðfæri sín, þau Hjörtur Sigurðarson og Anja Huld Jóhannsdóttir og boðið var upp á veitingar.


Okkar fulltrúar voru þau Björn Óli Snorrason, Davíð Svanur Hafþórsson og Sylvía Dís Scheving. Varamaður þeirra var Eyrún Hjartardóttir. Sylvía Dís var hlutskörpust og hlaut fyrsta sætið. Í öðru sæti var Ingigerður Sól Hjartardóttir úr Grunnskóla Stykkishólms og Kolbrún...

10.04.2018

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fer fram í Ólafsvíkurkirkju í dag kl. 18:00. Þar lesa þeir nemendur úr grunnskólunum á Snæfellsnesi sem voru valin eftir keppni í þeirra skólum. 

Allir velkomnir að koma og fylgjast með.

10.04.2018

Þriðjudaginn 17. apríl fáum við góðan gest í heimsókn sem er Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi í heimsókn til okkar. Hann fundar með stjórnendum og starfsfólki um daginn og kl. 17:30 er fundur fyrir foreldra um lesblindu og úrræði og bjargir.

Við hvetjum alla til mæta

03.04.2018

Árshátíð miðstigs var haldin í félagsheimilinu Klifi fimmtudaginn 22. mars. Nemendur sýndu söngleikinn MAMMA MIA og var leikið, sungið og dansað. Sviðsmenn úr hverjum bekk hönnuðu sviðsmyndina sem þótti litrík og í takt við efni söngleiksins. Atriðin tókust vel og voru nemendur að vonum glaðir enda búnir að leggja á sig mikla vinnu. Að lokinni sýningu tók við ball sem var á vegum nemendaráðs og mátti sjá að allir skemmtu sér vel.

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00