26.04.2018

Nú er daginn tekið að lengja og þá fjölgar börnum í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.

Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnan...

25.04.2018

Föstudaginn 20. apríl var opið hús í boði nemenda í 9. og 10. bekk.  Nemendur kynntu verkefni sín sem þeir höfðu unnið í tímum sem við köllum Bland í poka. Í þeim tímum er leitast við að koma til móts við áhuga nemenda og efla sjálfstæð vinnubrögð hjá þeim. Jafnfram kynntu nemendur tækninýjungar sem nýttar eru í skólastarfinu, m.a. þrívíddar prentara, sýndarveruleika (VR), gagnaukin veruleika (AR), lítil vélmenni o.fl.

Við þetta tækifæri var einnig opnuð ný heimasíða skólans í átthagafræði, vefslóðin að síðunni er https://www...

25.04.2018

Á næstu dögum ætla Snæfellingar að taka höndum saman og „plokka“ í sínu nánasta umhverfi. Þetta er gert í tilefni að Degi umhverfisins 25. apríl, en átakið mun eiga sér stað 25.-29. apríl. Við hvetjum stofnanir sveitarfélaganna að taka þátt og plokka í kringum starfsemi sína og vernda náttúruna.

Nemendur á miðstigi létu ekki sitt eftir liggja og tóku þátt í að fegra bæinn sinn.

25.04.2018

Árshátíðin var haldin föstudagskvöldið 13. apríl. Af mikilli leikgleði, fyrir fullum sal áhorfenda, léku nemendur þau leikverk sem tilgreind eru hér að neðan og heppnuðust þau með ágætum. Að dagskrá lokinni bauð foreldrafélagið til kaffisamsætis að venju og var þetta hin ánægjulegasta kvöldstund. Við þökkum áhorfendum fyrir góðar undirtektir og samveru.

23.04.2018

Síðastliðin átta ár hefur átthagafræði verið fastur liður í skólastarfi Grunnskóla Snæfellsbæjar í öllum árgöngum. Í dag opnuðum við nýja heimasíðu um átthagafræðina þar sem hægt er að kynna sér námskrá hennar auk fleiri þátta.

Við erum afskaplega stolt af síðunni okkar og gleður það okkur að gera öðrum fært að kynna sér starfið okkar í átthagafræðinni. Vefslóðin að síðunni er https://www.atthagar.is/ . Til að fylgja opnun hennar eftir birtist í dag grein í vefritinu Skólaþræðir um átthagafræðina. http://skolathraedir.is/2018...

23.04.2018

Við erum í samstarfi við Landvernd að vinna að þróunarverkefni sem heitir Hreint haf Ungt fólk á móti plasti. Stefnd er að því að það komi út námsefni fyrir grunnskóla eftir ár, um þetta efni.
Margrét Hugadóttir verkefnastýra Skóla á grænni grein og sérfræðingur hjá Landvernd heldur utan um verkefnið. Hún kom í heimsókn til sjötta bekkjar í síðustu viku til fylgja verkefninu eftir.

Hér er frétt sem birtist í Skessuhorni um verkefnið. 

23.04.2018

Við höfum verið að vinna með átthagafræði í hringekju í 3-4.bekk. Í síðustu tímum höfum við meðal annars unnið með minnismerkið "Beðið í von" eftir Grím Marínó Steindórsson. Við fórum í sögu minnismerkisins og við það vöknuðu margvíslegar spurningar, meðal annars mun á bátum við sjósókn fyrr á öldum miðað við skipakost í dag. Hvenær var farið að nota björgunarvesti og annan björgunarútbúnað við sjósókn og einnig var spáð í hvernig sundkunnáttu sjómanna var fyrr á tímum. Síðan notuðum við tækifærið þegar við fórum til baka að...

23.04.2018

Í átthagafræði hafa 3. og 4. bekkur verið að vinna með minnismerki í Snæfellsbæ. Á einni stöðinni var ákveðið að vinna með Bárðarstyttu á Arnarstapa. Nemendur fengu að hlusta á stytta útgáfu af sögunni um Bárð Snæfellsás og byggðu svo styttuna úr trékubbum. Þetta var skemmtilegt verkefni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og reyndi nokkuð á samvinnu. Skemmtilegar og afar fjölbreyttar útfærslur.

23.04.2018

Við í 3.bekk skelltum okkur í heimsókn í snillismiðjuna til hennar Hullu en þar fá snillingar tækifæri til að skapa og prófa sig áfram með allskyns efnivið. Hulla sýndi okkur smiðjuna og svo fengu nemendur að búa sér til flautur úr tunguspöðum, pappír, teygjum og tannstönglum.

23.04.2018

3.bekkur vann með prikateikningu. Þau lögðu maskínupappírinn (2 lengjur) á gólfið. Reiknuðu út hvað þau þyrftu mikið og festu niður með málarateipi. Fyrst teiknuðu þau með blýi sem var fest á prik. þau drógu orð og teiknuðu orðið. Þar næst skiptu þau sér í 4 hópa og unnu út frá sín hverju horninu og litiðu teikningarnar sem þau voru búin að gera.

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00