31.01.2018

Í dag héldu nemendur 1. - 4. bekkjar hundrað daga hátíð í tilefni þess að þeir hafa verið 100 daga í skólanum þetta skólaárið. Nemendur gerðu margt skemmtilegt t.d. bjuggu þeir til 100 daga gleraugu, gerðu 100 leikfimisæfingar og byggðu úr 100 kubbum. Í lok dagsins fengu nemendur að telja ýmis góðgæti í poka, 10 af hverri gerð svo alls varð það 100.

29.01.2018

4.bekkur vann með heita og kalda liti í litafræði. Fyrst unnu þau með heita liti, síðan kalda liti og að lokum notuðu þau bæði heita og kalda liti saman. Úr því urðu myndir af bæjum og borgum, himingeimnum, eldflaugum og geimskoti.

15.01.2018

Árleg heimsókn Slökkviliðs Snæfellsbæjar og fulltrúa Lionskvenna í 3. bekk. Lionskonur ásamt slökkviliðsmönnum afhentu nemendum veglegar gjafir, þ.á.m. litabók með sögunni um Loga og Glóð, endurskinsarmbönd, vasaljós og fleira. Nemendur tóku þátt í getraun um eldvarnir og fengu að fara í ökuferð í slökkviliðsbílunum.

15.01.2018

Þessa dagana erum við að nýta okkur góða veðrið og farið á skauta. Okkur vantar tilfinnanlega skauta, ef það eru til skautar út í bílskúr, uppi á háalofti og eru ekki í notkun þá þiggjum við þá með þökkum. Vinsamlega komið þeim í næstu starfstöð skólans.

Með góðri kveðju
Hilmar Már Arason, skólastjóri

03.01.2018

Innritun á vorönn 2018 í Tónlistarskóla Snæfellsbæjar stendur nú yfir. Skráning stendur til 12. janúar 2018.

Hægt er að skrá sig með því að hringja í Valentinu, tónlistarskólastjóra, í síma 893-7963, eða senda tölvupóst á netfangið tonlistarskoli@snb.is

02.01.2018

Rannsóknir hafa sýnt okkur að tengsl eru á milli mikillar snjalltækjanotkunar og vanlíðan, jafnvel þunglyndis barna og unglinga og því langar okkur að kynna fyrir ykkur smáforritið Screen Time.

Forritið gefur möguleika á að forráðamenn geti „stjórnað“ síma barns síns, þ.e. hægt er að stilla hve lengi barnið er í símanum/snjalltækinu. Ef þú hefur t.d. stillt tækið þannig að barnið geti eytt klukkutíma á dag í símanum og það klárar þann tíma, er möguleiki að bæta við auka tíma allt eftir því hvað foreldri vill gera. Hægt er að...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00