23.10.2017

Laugardaginn 21. október var haldin Fjölmenningarhátíð í Frystiklefanum sem tókst mjög vel. Nemendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar lásu brot úr bókinni Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason á 6 tungumálum, þ.e. íslensku, pólsku, ensku, bosnísku, þýsku og rúmensku. Þau sem lásu voru: Björg Eva í 8.bekk (kynnir), Matthildur í 6.bekk, Hanna í 4.bekk, Adam í 7.bekk, Minela og Benedikt í 9.bekk og Stefanía í 5.bekk. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og þökkum við þeim fyrir sitt framlag. 

17.10.2017

Fimmtudaginn 18. október kl. 18:00 verður haldinn fundur í Grunnskóla Snæfellsbæjar Ólafsvík sem ætlaður er foreldrum barna sem hafa íslensku sem annað tungumál (ÍSA). Hulda Karen mun stýra spjallfundinum en hún hefur mikla reynslu og þekkingu á kennslu barna með íslensku sem annað tungumál.


Við hvetjum foreldra þeirra barna til að mæta á fundinn.

11.10.2017

Fimmtudaginn 12. október verða Læsisráðgjafar frá MMS hjá okkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Þeir munu sinna ráðgjöf við starfsfólk skólans varðandi lestur og fyrirkomulag íhlutunar.

Kl. 16:15-17:00 VERÐUR FUNDUR MEÐ FORELDRUM/FORRÁÐAMÖNNUM UM LÆSI BARNA OG SAMVINNU HEIMILIS OG SKÓLA. Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í sal skólans í Ólafsvík.

Við vonum að sem flestir mæti á fundinn.

Læsisteymið

05.10.2017

Mikilvægur liður í öflugu skólasamfélagi er gott foreldrasamstarf og því bjóðum við ykkur til spjallfunda vikuna 9. – 12. október.

Fundartímar bekkja

                             

Mánudagur 9. okt            kl 17:00       2. og 4.bekkur    

Mánudagur 9. okt            kl 18:10       1.bekkur...

03.10.2017

Í síðustu viku afhenti Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Grunnskóla Snæfellsbæjar formlega að gjöf sex hefilbekki sem klúbburinn gaf skólanum fyrr á þessu ári. Hefilbekkirnir munu nýtast skólanum vel og eru nemendur byrjaðir að nota þá. Í sumar var aðstaða til smíðakennslu í Grunnskóla Snæfellsbæjar stórlega bætt. Kennslurýmið var endurskipulagt, málað og keyptir nýir hefilbekkir og eru þeir tólf talsins, en eins og áður segir gaf Lionsklúbbur Ólafsvíkur helming þeirra.

http://skessuhorn.is/2017/10/02/lionsmenn-faerdu-grunnskolanum-he...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00