22.08.2017

Skólinn veitir ýmsa þjónustu sem þarf að sækja um sérstaklega, má þar helst nefna:

· lengda viðveru í Skólabæ, á Hellissandi,

· mataráskrift,

· leikskólaselið í Lýssk.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast hér á síðunni undir eyðublöð.

22.08.2017

Umsjónarkennarar gegna veigamiklu starfi. Þeir eru mikilvægir tengiliðir heimilis og skóla. Þeir fylgjast með námsframvindu hvers og eins, mynda trúnaðartengsl við nemendur og fylgjast með andlegri og félagslegri líðan nemenda.

Umsjónarkennarar 2017-2018

Hellissandur:

1. bekkur - Guðrún Anna Oddsdóttir og Guðríður Þórðardóttir

2. bekkur - Sóley Jónsdóttir og Hrund Hermannsdóttir

3. bekkur - Kristín Helga Guðjónsdóttir

4. bekkur - Katrín A. Magnúsdóttir

Ólafsvík:

5. bekkur - Sigurbjörg Jónsdóttir

6. bekkur - Guðrún Jenný Sigurðardótti...

22.08.2017

Nokkrar mannabreytingar hafa átt sér stað frá síðasta skólaári. Fjórir starfsmenn hættu hjá okkur í vor, þetta voru þau Karitas Hrafns Elvarsdóttir bókasafnsvörður í Ólafsvík, Brynja Mjöll íþróttakennari (hún var í leyfi), Dagmar Atladóttir myndmenntakennari og Þiðrik Viðarsson íþróttakennari. Í sumar óskuðu svo Valgerður Ægisdóttir og Sigrún Baldursdóttir eftir leyfi frá störfum. Við erum búin að ráða í þeirra stað Fadel Abd El Mogheth Fadel íþróttakennara, Katrínu Elísdóttur verkefnastjóra stoðþjónustu, Maríönnu Sigurbjarg...

22.08.2017

Undanfarin ár hafa nemendur getað fengið morgunverð gegn vægu gjaldi. Starfsmenn skólans hafa annast þessa þjónustu. Mjög hefur dregið úr þátttöku í þessari þjónustu og margir sem voru í áskriftinni nýttu sér hana illa. Á haustönn munum við hætta að veita þessa þjónustu og munum endurskoða ákvörðunina um áramót. Ávextir verða í boði eftir sem áður. Allar athugasemdir eru vel þegnar og skal þeim komið til skólastjóra.

22.08.2017

Sú breyting verður í haust að skólinn mun leggja nemendum til gjaldfrjáls námsgögn. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta með skólatöskur, pennaveski, íþrótta- og sundföt. Við leggjum á það áherslu að nemendur fari vel með námsgögnin og hvetjum við þá til að nýta áfram það sem til er heima.

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00