24.06.2017

Við óskum öllum gleði- og sólríkra daga í sumar um leið og við þökkum fyrir ánægjulegt og viðburðaríkt skólaár. Skólinn verður settur á ný þriðjudaginn 22. ágúst og mun kennsla hefjast samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.

Skrifstofa skólans lokar þriðjudaginn 27. júní og opna aftur miðvikudaginn 9. ágúst.

Hafið það sem best í sumar.

22.06.2017

Næsta skólaár mun skólinn leggja nemendum til þau kennslugögn sem þau þurfa á að halda. Nemendur þurfa eftir sem áður að leggja til töskur, íþróttafatnað. Við hvetjum þau til að nota áfram þann búnað sem þau eiga, s.s. vasareikna, skriffæri og lítið notaðar stíla- og reikningsbækur. Við leggjum áherslu á að nemendur gangi vel um eigur sínar og skólans.

07.06.2017

 Hægt er að nálgast skóladagatalið á PDF formi hér.

06.06.2017

Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bókasafn Snæfellsbæjar hvetja grunnskólabörn í Snæfellsbæ
til að lesa í sumar og við hvetjum foreldra til að lesa með þeim.

Átakið hefst 6. júní og stendur til 22. ágúst 2017.

Til að vera með í sumarlestri þarf að koma á Bókasafn Snæfellsbæjar, fá lestrarpésa og
bækur að láni. Það þarf að lesa að minnsta kosti 6 bækur yfir sumarið og gott ef þið lesið
fleiri, einnig þarf að fylla út smá umsögn um bókina í lestrarpésann.

Þeim nemendum sem taka þátt verður skipt í tvo hópa, nemendur í 1.-4. bekk...

05.06.2017

Lesskilningur er meginmarkmiðið er grein sem Rannveig Lund og Guðlaug Einarsdóttir, sérkennarar í Flataskóla, skrifuðu í Skólavörðuna (2. tbl. 10. árg. mars 2010). Þar kemur m.a. fram að ekki séu kennarar sammála um hvort börn eigi að þjálfa sig í lestri í skólaleyfum eða eiga frí frá því. Í rannsókn þeirra kom fram að afturför varð hjá 13 af 18 nemendum fjórða bekkjar í Flataskóla. Afturför varð einnig hjá börnunum í 3. bekk en ekki jafn almenn. Línuritið hér að neðan sýnir einkunn barns í 4. bekk Flataskóla á þremur tímabi...

05.06.2017

Vinaliðaverkefnið hefur verið í gangi í Grunnskóla Snæfellsbæjar í þrjú skólaár. Valdir eru vinaliðar úr 3.-7. bekk, 4 nemendur úr hverjum bekk sem velja og sjá um leiki í frímínútunum á yngsta- og miðstigi einu sinni til tvisvar sinnum í viku.

Vinaliðarnir fá verðlaun í lok hverrar annar. Hópurinn fer saman í óvissuferð þar sem farið er í leiki, sund og boðið upp á pizzu. Vinaliðarnir á vorönn 2017 fóru inn í Stykkishólm fyrir nokkrum dögum og skemmtu sér vel saman.

Berglind, Ólöf og Dagbjört​

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00