31.05.2017

5. og 6. bekkir Grunnskóli Snæfellsbæjar fóru í Borgarfjörðinn 29. maí síðastliðinn. Stöldruðu við Deildartunguhver, skoðuðu Reykholt með skemmtilegri leiðsögn Geirs Waage og skoluðum svo af sér ferðarykið í sundlaug Borgarbyggðar eftir að hafa nært sál og líkama í Skallagrímsgarði í Borganesi.

30.05.2017

Mikið hefur safnast upp af óskilamunum á starfstöðvum skólans, í íþróttahúsum og sundlaugum. Flestir þessara muna eru ómerktir og því ekki hægt að koma þeim til réttra eigenda. Nemendur og foreldrar eru beðnir um skoða þá vel og athuga hvort þeir eigi eitthvað af þeim. 15. júní verður svo óskilamunum pakkað saman og þeir afhentir Rauða krossinum.

29.05.2017

Þann 18. maí voru haldnir vortónleikar tónlistarskólanemenda í Lýsuhólsskóla og sama dag var vorsýning á handverki nemenda þetta  skólaárið. Fjöldi aðstandenda og velunnara skólans heimsótti okkur þennan dag, hlýddi á nemendur flytja skemmtilega tónlist, bæði sem einleikara og síðan saman í hljómsveit, röltu síðan um skólann og skoðuðu margvísleg verk nemenda og fengu veitingar. Þakkir til allra sem komu

23.05.2017

7.bekkur fór í átthagaferð í Staðarsveitina. Við gengum að Bjarnarfossi, sáum seli í Selafjöru, smökkuðum ölkelduvatn, kíktum á Staðastað og enduðum á Lýsuhóli í sundi. Allir skemmtu sér vel.

23.05.2017

Eftir brúðuleiksýninguna á föstudaginn fórum við í 2. bekk að hreinsa til í Höskuldsá. Okkur fannst vera komið frekar mikið rusl í hana og tímabært að taka til hendinni því ekki viljum við fóðra rusladrekann (samnefnd bók eftir Bergljótu Arnalds). Við fengum æðislegt veður og krakkarnir voru að vanda mjög duglegir.

22.05.2017

Föstudaginn 19. maí fóru nemendur í 5.-7. bekk í fjöruferð inn að Fróðárósnum. Ferðin tengdist

verkefninu „Hreinsun strandlengjunnar“ sem Svæðisgarðurinn hefur haft umsjón með.

Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir við að tína rusl og þar var ýmislegt sem ekki átti

heima í fjörunni.  Starfsmenn áhaldahússins sáu um að ná í ruslið og var afraksturinn um 470 kg!

Greinilegt var að nemendur nutu sín vel í fjörunni.

17.05.2017

Á mánudaginn ákváðum við í 2. bekk að sameina íþróttatímann og stærðfræðitímann og skella okkur í gönguferð og skoða rúmfræðiform í umhverfi okkar. Við höfum verið að læra um rúmfræðiform svo það var tilvalið að nýta góða veðrið í það. Við gengum að Hvíta húsinu við Krossavík og að gömlu bryggjunni. Á leiðinni fundum við fullt af rusli sem við drösluðum með okkur til baka og langar krökkunum að koma því á framfæri að það þyrfti að vera ruslatunna hjá bekknum við Hvíta húsið.

Fleiri myndir inn á heimasíðu skólans.

17.05.2017

Nemendur miðstigs eru í "bland í poka" einu sinni í viku þar sem þau eru í fjölbreyttum viðfangsefnum. Hér er hluti hópsins í "boccia" með lærimeisturum sínum úr hópi eldriborgara Snæfellsbæjar.

16.05.2017

Í dag fóru nemendur í 10. bekk í útskriftarferð sína í átthagafræði. Leiðin lá upp á Snæfellsjökul sem því miður sýndi ekki sínar bestu hliðar í dag og faldi sig í skýjunum. Það kom þó ekki að sök og skemmtu nemendur og starfsfólk sér við leik í hlíðum jökulsins. Nemendur fóru upp í þremur hópum og var hver hópur um þrjár klukkustundir í ferðinni. Það gafst því góður tími til leikja í snjónum. Summit Adventure Guides á Gufuskálum bauð nemendum í ferðina og lagði til þotur og svokallaðar túpur til að renna sér á og kunnum við...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00