28.04.2017

Þann 19. apríl 2017 fengu nemendur í 2. bekk afhentar fánaveifur sem Bandalag íslenskra skáta gaf. Árlega fá öll börn í 2. bekk fánaveifur ásamt fánabæklingi sem uppfræðir börnin og fjölskyldur þeirra um sögu fánans, fánareglur, meðferð fánans og notkun. Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn Íslendinga og stolt okkar og því mikilvægt að börnin okkar læri snemma að umgangast og virða fánann. Verkefnið, sem ber heitið "Íslenska fánann í öndvegi", fór af stað á 50 ára lýðveldisafmæli Íslands 1994 og fengu þá öll gr...

24.04.2017

Nemendur í 5.-10. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla hafa tvisvar í vetur tekið þátt í verkefni um rusl við strendur. Þeir hafa farið með Jóhönnu Björk Weisshappel, sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun, að hreinsa upp rusl á afmörkuðu svæði í fjöru hjá Ósakoti og tekið þátt í úrvinnslu þess, nú síðast þann 7. apríl. En hér fylgir stutt lýsing á verkefninu frá Jóhönnu Björk:

Rusl á ströndum

Umhverfisstofnun hóf að vakta rusl á ströndum hér á landi sumarið 2016 í samstarfi við sveitarfélög,

landeigendur og fleiri aðila. Fyr...

21.04.2017

Miðvikudaginn 19. apríl fengum við góða heimsókn þegar Guðbjörn kom frá Kiwanishreyfingunni og afhenti öllum nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanis, Eimskip og Sjóvá. Þessi frábæra heimsókn og góða gjöf er í samræmi við áherslur sem eru í hringekju hjá okkur fram á vor en þar er farið yfir umferðina, umferðarreglur, hjól, hjólreiðar og hvaða mikilvægu hlutir þarf að hafa á hjóli og höfði þegar við hjólum. Hjálmurinn kemur því vonandi að góðum notum og hjálpar við að vernda höfuðin okkar á hjólinu/hjólabretti...

21.04.2017

Þriðjudaginn 18. apríl fóru nemendur 1. bekkjar, ásamt elstu nemendum leikskólanna, í Krossavík með fötur og skóflur. Þar hjálpuðust nemendur að við að búa til alls kyns listaverk í sandinum og var áhugavert að sjá hvaða hugmyndir nemendurnir náðu að framkvæma.

10.04.2017

Stærðfræðikeppni grunnskólanna var haldin í 19. sinn þann 24. mars síðastliðinn, í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í ár tóku tæplega 150 nemendur þátt, um 60 úr 8. bekk, 60 úr 9. bekk og um 30 úr 10. bekk og hafa keppendur aldrei verið fleiri. Þátttakendur komu úr átta grunnskólum af Vesturlandi auk þess sem nemendur úr Klébergsskóla á Kjalarnesi mættu. Frá okkar skóla tóku 9 nemendur þátt í keppninni.

Laugardaginn 8. apríl voru svo afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur. Allir okkar nemendur voru á meðal 20 efst...

07.04.2017

Páskafrí er frá 8.apríl til 17.apríl, að báðum dögum meðtöldum. Skrifstofa skólans er lokuð í fríinu en hægt er að hafa samband við skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is eða í síma 8949903. 

Starfsfólk skólans sendir nemendum sínum, foreldrum þeirra og aðstandendum bestu kveðjur með óskum um ánægjulega páska.

Skóli hefst að loknu fríi þriðjudaginn 18. apríl samkvæmt stundaskrá.​

05.04.2017

Nú er daginn tekið að lengja og þá fjölgar börnum í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.

Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnan...

05.04.2017

Nemendahópurinn okkar er mjög fjölbreyttur og hæfileikaríkur á ýmsum sviðum. Það er mikilvægt að við stöndum við bak þeirra, gefum þeim tækifæri til að blómstra og ræktum hæfileika hvers og eins. Nemendur skólans hafa tekið þátt í ýmsum keppnum eða viðburðum, má þar nefna:

  • Lið skólans tók þátt í Skólahreysti og stóð sig mjög vel, það lenti í 4. sæti með 36 stig en liðið sem var í fyrsta sæti var með 38,5 stig. Liðið í ár skipuðu þau Birgir Vilhjálmsson í 10. bekk, Bjarni Arason 10. bekk, Birgitta Sól Vilbergsdóttir 9. bek...

05.04.2017

Góð samskipti innan skólasamfélagsins eru grundvöllur fyrir góðu skólastarfi. Til þess að efla

þennan þátt í skólasamfélaginu okkar fórum við í samstarf við samtökin Erindi en þau eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða (sjá https://www.erindi.is/).

Fyrsti þátturinn í þessu samstarfi var fundur með foreldrum. Hermann Jónsson, ráðgjafi hjá Erindi, var frummælandi. Hann kom víða við í erindi sínu, m.a. fjallaði hann um ábyrgð foreldra, hlutverk þeirra þegar nemendur eiga í samskiptavanda og þeim tækif...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00