24.02.2017

Prófafyrirkomulagið er breytt frá því áður að því leyti að búið er að renna kjarnafögunum saman og verður prófið í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum (7. og 8. mars) verður prófað í íslensku og hluta af ensku en í seinni hlutanum (9. og 10. mars) verður prófað í stærðfræði og hluta af ensku. Þótt enskan sé prófuð með íslensku og stærðfræði fá nemendur einkunnir fyrir hvert fag eins og áður.

14.02.2017

Miðvikudaginn 22. febrúar verður Inga Stefánsdóttir, sálfræðingur, með fyrirlestur um kvíða og þunglyndi barna. Fjallað verður um einkenni og leiðir til að skilja og hjálpa börnum okkar við að takast á við verkefni lífsins.

14.02.2017

Mánudaginn 20. febrúar verður foreldrasamtalsdagur í skólanum. Þá mæta foreldrar og nemendur í samtal með umsjónarkennara. Líkt og fyrir áramót þá er eru valin atriði úr lykilhæfni lögð til grundvallar. Nemendur og foreldrar eiga að vera búnir að kynna sér niðurstöður þess áður en þeir mæta til samtalsins. Samtalið í skólanum snýst um að ræða styrkleika nemenda, hvað má betur fara og nemandinn setji sér marmkið til lengri tíma með aðstoð foreldra og umsjónarkennara. 

09.02.2017

Nú í febrúar verða sex kennaranemar og einn stuðningsfulltrúi í æfingakennslu hjá okkur. Þeir eru:

  • Gunnlaugur Smárason, kennaranemi á meistarastigi, verður hjá okkur 20. febrúar til 17. mars og verður hann undir handleiðslu Hugrúnar Elísdóttur.

  • Maríanna Sigurbjargardóttir, kennaranemi á meistarastigi með náttúrufræði sem aðalval, verður frá 20. febrúar til 17. mars. Æfingakennari hennar er Katrín Magnúsdóttir.

  • Leikskólakennaraneminn, Linda Rut Svansdóttir, verður frá 27. febrúar til 17. mars. Guðrún Anna Oddsdót...

09.02.2017

Frá síðasta fréttabréfi hefur hver viðburðurinn rekið annan. Slíkir viðburðir auðga skólastarfið og sýna hversu öflugt starf er unnið undir merkjum skólans og ætla ég að stikla á þeim helstu:

  • Útvarp GSnb var í loftinu í þrjá daga um miðjan desember.

  • Lýsustarfstöðin fékk Grænfánann afhentan í sjöunda sinn, 20. desember.

  • Ný heimasíða skólans fór í loftið á nýju ári.

  • Ásrún Kristjánsdóttir kenndi nemendum í 1.-10. bekk Lýsustarfstöðvar dans í þrjá daga og lauk þeirri kennslu með sýningu.

  • Danskennsla í 1.-...

09.02.2017

Þriðjudaginn 31. janúar fóru nemendur 1. bekkjar í heimsókn á Dvalarheimilið Jaðar og sungu nokkur þorralög fyrir heimilisfólkið sem þeir hafa verið að æfa í skólanum. Þetta er hluti af markmiðum átthagafræði skólans þ.e. að nemendur kynnist umhverfi sínu og heimsæki stofnanir. Nemendur spjölluðu við og sungu með heimilisfólkinu og fengu að launum góðar veitingar. Almenn ánægja var með heimsóknina.

06.02.2017

Þriðjudaginn 7. febrúar verður langur starfsmannafundur. Aðalefni fundarins er kynning Ingibjargar Ingu Guðmundsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar, á jákvæðri sálfræði.

Fundurinn hefst kl 14:00 og verður allri kennslu lokið kl 13:20 í Ólafsvík, þann dag. Skólabíll fer úr Ólafsvík kl. 13:25.

Kennslu á Lýsustarfsstöð lýkur kl. 13:20 og skólabílar fara heim kl. 13:25

06.02.2017

Á miðvikudaginn héldum við í 1. - 4. bekk hundraðdagahátíð í tilefni af því að þá vorum komnir 100 skóladagar. Nemendum var skipt í fjóra hópa og fóru á fjórar mismunandi stöðvar sem allar reyndu á að vinna með töluna 100. Einnig fengu nemendur hundraðtöflu sem þeir áttu að raða á 10 stk. af 10 mismunandi matartegundum. Að lokum var notaleg stund í hverri bekkjarstofu þar sem nemendur nutu þess að borða afraksturinn.

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00