30.01.2017

Átthagafræðiþema var dagana 24. og 25. janúar í Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ólafsvík. Nemendur á miðstigi og unglingastigi unnu að verkefnum samkvæmt námskrá í átthagafræði við skólann.

           

Í 5. bekk unnu nemendur verkefni um vitana sem eru við strendur Snæfellsbæjar. Byrjað var á því að ræða almennt um vita, tilgang þeirra og sögu. Nemendur unnu í litlum hópum að gerð veggspjalda með upplýsingum um hvern vita ásamt mynd. Auk þess útbjuggu þeir stórt kort af Snæfellsnesi...

27.01.2017

Stórskemmtileg pítsuveisla hjá 6. bekkingum í morgun í heimilisfræði. Áhugasamir geta farið á google og slegið inn "pizza star" til að gera samskonar pítsu og þau gerðu.

27.01.2017

Skákdagurinn var í gær fimmtudag, við í 4. bekk héldum upp á hann í dag með því að Sveinbjörn fór með okkur yfir mannganginn. Við tefldum aðeins við skáktölvu og auðvitað hvert annað. Það var líka dótadagur í dag, gaman var að fylgjast með hvað börnin voru glöð og dugleg að deila með sér leikföngum og spilum. Dagurinn í dag var því fjörugur og frábær.

27.01.2017

​Niðurstöður eineltiskönnunar Olweusar kynntar.

Miðstig mánudaginn 30.janúar kl. 17 í Ólafsvík.

4.bekkur miðvikudaginn 1.febrúar kl. 17 á Hellissandi.

Unglingastig miðvikudaginn 1.febrúar kl. 18:15 í Ólafsvík.

Hvetjum foreldra til þess að mæta og láta sig málið varða!

Virkt skólasamfélag er lykill að vellíðan.

Hlökkum til að hitta ykkur, Olweusarteymið

18.01.2017

Fundir um framkvæmd námsmats í skólanum og útkomu skólans í samræmdum prófum verða í Grunnskóli Snæfellsbæjar í Ólafsvík miðvikudaginn 18. janúar kl. 17:30—18:10 fyrir foreldra nemenda í 1.-9. bekk og fyrir foreldra nemenda í 10. bekk kl. 18:15-18:55.

12.01.2017

Miðvikudaginn 18. janúar munu niðurstöður lestrarprófa MMS (Menntamálastofnun) síðan í október birtast í verkefnabók nemenda á Mentor. Á sama tíma birtast lestrarviðmið MMS á heimasíðu skólans. Lestrarpróf verða framvegis lögð fyrir í september, janúar og maí skv. áætlun MMS.

Til þess að skerpa á lestrarfærni nemenda í 5.-10. bekk ætlum við að taka LESTRARSPRETT og gefa þannig öllum tækifæri til að bæta lestrarhraðann. Lestrarspretturinn stendur yfir í 2 vikur, dagana 16.-29. janúar og verður með svipuðu sniði og áður.  

...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00