16.12.2016

Heimili og skóli birtu læsissáttmálann á heimasíðu sinni. Hann ber yfirskriftina Áttu korter á dag? Þar höfða samtökin til þess að lestri, hljóðum og talmáli sé gefinn gaumur á heimilum nemenda í að minnsta kosti korter á dag. Þar á meðal er heimalestur nemenda.
Nú fyrir jólaleyfi nemenda er heldur engin ástæða til að slá slöku við í heimalestrinum og til að gera hann fjölbreyttan og spennandi hafa samtökin útbúið jólalestrarbingóspjöld. Þau má nágast á heimasíðusamtakanna og prenta út.

15.12.2016

Beinteinn skellti sér í sparifötin og stillti sér upp með nokkrum stelpum í 7. bekk.

15.12.2016

7. bekkur fór í vettvangsferð í Sjávarrannsóknarsetrið Vör í dag þar sem Erlingur og Helga tóku á móti þeim. Takk fyrir frábærar móttökur og alla fræðsluna.

13.12.2016

Bókaveislan í ár tókst einstaklega vel og var vel sótt.

Hér er frétt sem birtist í Skessuhorninu - http://skessuhorn.is/2016/12/13/vel-var-maett-bokaveislu-snaefellsbae/

13.12.2016

Ólsen Ólsen keppni á miðstigi.

13.12.2016

Jólaútvarp GSnb fm 103,5 eða http://gsnb.is/

09.12.2016

Í dag komu elstu börnin af leikskólunum í Snæfellsbæ í heimsókn. Þau sungu jólalög með nemendum á Hellissandi í söng á sal, fylgdust með því hvernig nemendur í 1. bekk byrja daginn í skólanum og svo spiluðu þau við nemendur í 1. bekk í matsalnum. Virkilega gaman að fá þau í heimsókn til að kynnast því hvað tekur við næsta vetur.

02.12.2016

Við í 2.KHG skruppum á leikvöllinn á Munaðarhólnum og skemmtum okkur vel þar. Á leiðinni til baka í skólann sáum við seli.

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00