28.10.2016

Nemendur 1. bekkjar tóku þátt í krakkakosningum fyrir Alþingiskosningarnar. Þeir hlustuðu á pistla frá framboðunum á Krakkarúv og í framhaldi af því fengu þeir að fara, einn í einu, í kjörklefa og kjósa. Þetta var virkilega skemmtilegt og niðurstöður krakkakosninga munu birtast í kosningasjónvarpinu á laugardagskvöld. Hér má sjá nemendur 1. bekkjar skila sínu atkvæði í kjörkassann.

27.10.2016

Nú þegar það er farið að dimma er MJÖG mikilvægt að börnin og reyndar við öll notum endurskinsmerki eða endurskinsvesti þegar við erum í umferðinni.

Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu. Útsýni ökumanna er allt annað en þeirra sem eru gangandi eða hjólandi. Gangandi eða hjólandi vegfarendur ættu því ætíð að nota viðeigandi öryggisbúnað s.s. endurskin, ljósabúnað og hjálm.

Við beinum því til ykkar að yfirfara hjólabúnað og yfirhafnir b...arnanna og ganga úr skugga um það að endurskinsmerk...

18.10.2016

Við fengum góðan gest í GSNB, Ólafsvíkurdeild í dag. Þorgrímur Þráinsson hélt fyrirlestra fyrir nemendur í 5.-9. bekk um Skapandi skrif og Sterka liðsheild. Hann hitti einnig nemendur tíunda bekkjar og ræddi við þau um markmiðasetningu og fleiri góðar leiðir til þess að ná árangri í lífinu og nýta hæfileika sína sem best.

16.10.2016

Í Landanum í kvöld var m.a. fjallað um fjölmenningarhátíðina í Frystaklefanum. Nemendur, foreldrar og starfsfólk komu fram í þættinum og sögðu frá fjölmenningu sem ríkir í samfélaginu okkar og þemadögunum í skólanum. Þátturinn var okkur til miklis sóma. Hægt er að sjá þáttinn hér http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/landinn/20161016

14.10.2016

Í gær, fimmtudag, var nemendum 1. bekkjar boðið á leiksýninguna „Lofthræddi örninn Örvar" í Frystiklefanum á Rifi. Nemendur skemmtu sér konunglega og það var mikið hlegið. Virkilega skemmtileg sýning og nemendur fengu að gjöf póstkort um sýninguna eftir að henni lauk.

14.10.2016

Fjölmenningarþemanu lauk hjá 1. til 4. bekk í dag með því að allir hóparnir sem búnir voru að vinna saman undanfarna daga tóku þátt í Kahoot spurningakeppni. Búið var að búa til spurningar sem allar tengudust því sem búið var að vinna með undanfarna daga. Skemmtu börnin sér mjög vel og ekki skemmdi fyrir að fá að nota iPada til að svara. Greinilegt var að börnin höfðu lært mikið af verkefnunum undanfarna daga.

13.10.2016

Nú eru þemadagar í GSNB, viðfangsefnið er fjölmenning. Nemendur í 5.-10. bekk eru af 11 þjóðernum og eru vinnuhóparnir jafn margir. Afrakstur vinnunnar má sjá á Fjölmenningarhátíðinni í Frystiklefanum á Rifi laugardaginn 15. október.

13.10.2016

Á þemadögum í Lýsuhólsskóla unnum við úr þeirri fjölmenningu sem er á sveimi í kringum okkur. Viðfangsefni þemadaganna var:
- að gera rannsókn á þjóðerni gesta sem skrifuðu í gestabók á sýningu skólans í Salthúsinu á

Malarrifi og vinna úr myndum sem gestir hafa skilið eftir á myndatöflu sýningarinnar.

Niðurstöður voru settar fram í súluriti og á heimskorti. Gerð voru kynningarspjöld um viðkomandi lönd þar sem fram kemur m.a. fáni, þjóðarréttur, tungumál - valin orð í orðalista og einn listamaður tilgreindur í hverju landi. Myn...

07.10.2016

Það komu góðir gestir í heimsókn á Hellissand í dag. Elstu börnin frá Krílakoti og Kríubóli komu í heimsókn og sungu með okkur á sal. Við sungum Lagið um það sem er bannað, Við erum söngvasveinar og Lagið um stafrófið. 1. bekkur kenndi okkur svo eitt stutt og skemmtilegt lag. Áður en leikskólabörnin fóru heim sýndi Hilmar skólastjóri þeim skólann.

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00