29.06.2016

Starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu skólaári.

Skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar verður þriðjudaginn 23.ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24.ágúst.

Nemendur 1.bekkjar verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum sínum.

Skrifstofa Grunnskóla Snæfellsbæjar verður lokuð frá 1. júlí til og með 8. ágúst.

Minnum á sumarlesturinn.

Með bestu óskum um gleði- og sólríkra daga í sumar.

15.06.2016

Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bókasafn Snæfellsbæjar hvetja grunnskólabörn í Snæfellsbæ til að lesa í sumar og hvetja foreldrana til að lesa með þeim. Átakið hefst 6. júní á mánudegi og stendur til 24. ágúst 2016. Áherslan er á að lesa sér til ánægju en í leiðinni að efla lestur barna yfir sumarmánuðina því það er staðreynd að börn verða að viðhalda lestrarkunnáttu sinni með áframhaldandi lestri yfir sumarið. 
Á Bókasafninu er hægt að finna bækur fyrir alla aldurhópa þannig að allir geta fengið bækur við sitt hæfi. Vonast er t...

03.06.2016

Útskrift 10. bekkjar fór fram í Ólafsvíkurkirkju í gærkvöldi. Yndislegur árgangur 2000 hefur þar með stigið sitt lokaskref í GSNB. Bestu óskir um bjarta og gæfuríka framtíð :-)

02.06.2016

Hin árlega gönguferð hjá 7.-10. bekk var farin í dag í frábæru gönguveðri. Gengið var um Öndverðanes með viðkomu í Grashelli, gangan tók tæpar tvær klukkustundir í fallegu umhverfi með góðum og jákvæðum hópi nemenda.

01.06.2016

Við fórum á Arnarstapa þar sem við skoðuðum styttu Bárðar Snæfellsáss og kíktum á útsýnið af útsýnispallinum. Síðan keyrðum við að Hellnum og gengum að Maríulind þar sem við fengum okkur ávexti. Eftir það fórum við að Bárðarlaug og eyddum þar nokkuð löngum tíma í sól og blíðu. Að lokum fórum við að Malarrifi og borðuðum samlokur í hádegismat og lékum okkur svo í leiktækjunum þar áður en við ókum heim á leið.

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00