28.04.2016

Nemendur í 5. bekk áttu mjög skemmtilegan Mystery Skype fund við 12 ára á Spáni í morgun. Við vorum fyrri til að fatta hvar í heiminum hinn hópurinn er staðsettur, nánar tiltekið í Barcelona á Spáni.

19.04.2016

Nemendur 4. bekkjar eru að læra um hafið en það er eitt af markmiðum átthagafræði skólans. Í dag fóru þeir í heimsókn í Sjávarrannsóknarsetrið Vör. Þar var vel tekið á móti þeim og eftir áhugasama skoðun fengu þeir ljúffengar veitingar.

15.04.2016

Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk á Snæfellsnesi lauk formlega í gær með lokahátíð sem haldin var í Grundarfjarðarkirkju. Markmiðið með keppninni er að leggja rækt við vandaðan upplestur.

Fulltrúar skólanna þriggja sem lásu í gær stóðu sig allir með sóma og var ánægjulegt að hlusta á þá. Nemendur okkar skóla í keppninni voru þau Gylfi Snær Aðalbergsson, Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir og Minela Crnac.

Stóðu þau sig öll vel, lásu skýrt og áheyrilega. Úrslitin fóru á þann veg að Jóhanna Magnea varð í fyrsta sæti, Minela í öðru sæ...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00