

Forsetahjónin í heimsókn
Í opinberri heimsókn sinni í Snæfellsbæ í gær heimsótti forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reed Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík og á Hellissandi. Þau fengu kynningu á skólastarfinu og Skólakórinn söng fyrir þau. Síðan gengu þau milli kennslustofa og heilsuðu upp á nemendur. Einnig snæddu þau hádegismat með nemendum og starfsfólki 1. – 4. bekkjar á Hellissandi.


Halloween 31.10.
Halloween ball fyrir nemendur í 1.-4. bekk kl. 16:00 – 17:15 og fyrir nemendur í 5.-7. bekk kl. 18:00 – 19:15.


Menningarmót
Menningarmót fór fram í Grunnskóla Snæfellsbæjar í síðustu viku. Menningarmótsverkefnið sem einnig er þekkt undir nafninu “Fljúgandi teppi” er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum, er hún hugsuð til þess að varpa ljósi á fjölbreytileika menningarheima þátttakenda sem og styrkleika. Kristín R. Vilhjálmsdóttir kennari, menningarmiðlari og verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafni er hugmyndasmiður þessa verkefnis. Hefur hún mótað og notað Menningarmót með

Opið hús
Opið hús í Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ólafsvík föstudaginn 18. október klukkan 12:30 - 13:30. Allir velkomnir


Menningarmót – áhersla á menningar- og tungumálafjársjóð nemenda
Í tilefni þess að fjölmenningarhátíð Snæfellsness verður sunnudaginn 20. október ætlum við að vera með Menningarmót í skólunum í Grundarfirði og Snæfellsbæ dagana 16.-18. október. Menningarmótsverkefnið, sem er líka þekkt undir nafninu „Fljúgandi teppi”, er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum, hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda. Menningarmót má útfæra í flestum námsgreinum og námssviðum. Þau tengjast oft vinnu


Skóla lýkur fyrr á þriðjudaginn
Skóla lýkur fyrr á þriðjudaginn (8.10.) vegna námskeiðs starfsfólk. Kennslu lýkur kl 13:00 á Hellisandi og 13:20 í Ólafsvík - skólabær er opinn. Það er von okkar þessi breyting komi sér ekki illa.


Átthagafræðiþema GSnb
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar hefur verið unnið eftir námskrá í Átthagafræði frá árinu 2010. Markmið með náminu er að byggja upp virk tengsl við nærsamfélagið og tengja nám nemenda veruleikanum í bæjarfélaginu og auka um leið fjölbreytni í námi. Dagana 24.-25. september var unnið átthagafræðiþema í 5. -10. bekk. Nemendur unnu verkefni á fjölbreyttan hátt, þar sem áhersla var lögð á heimabyggð, nærsamfélagið og upplifun. 10. bekkur kynnti sér fyrirtæki og störf í Snæfellsbæ. Neme