

KVAN – námskeið fyrir tvo árganga
Mikilvægi góðra samskipta og vellíðan í skólaumhverfi er nokkuð sem skiptir gríðarlega miklu máli og er málefni þar sem allir þurfa að vinna saman að settu marki. Nú í haust erum við með námskeið fyrir nemendur, kennara og foreldra tveggja árganga. Á þessum námskeiðum eru samskipti og líðan nemenda skoðuð og unnið að því að greina og meta hvað er gott og hvað má betur fara. Námskeiðið byggist upp af verklegum æfingum og umræðum ásamt því að gera áætlun um næstu skref. Námskei

Skólamálaþing 2. otóber
Miðvikudaginn 2. október er skólamálaþing snæfellskra skólastofnana. Þemað í ár er: Líðan og samskipti í skólastarfi. Þinghaldið fer fram í FSN. Þetta er nemendalaus dagur og frí hjá nemendum.

ART
Þrír starfsmenn frá okkur fóru á ART námskeið í byrjun september. Í ART kennslu eru nemendum kennd jákvæð samskipti í daglega lífinu. Unnið er kerfisbundið með tiltekin atriði. Þetta er gert með umræðum, hlutverkaleikjum og ýmiss konar verkefnum. Efling siðgæðisþroska fer fram með rökræðum undir stjórn þjálfaranna út frá klípusögum þar sem koma fyrir siðferðisleg álitamál. Að baki ART er sú hugmyndafræði að reiði eða „árásahegðun“ eigi sér margvíslegar orsakir. Þrennt er þó á

Læsisfimma
Síðasta vetur vann þriðji bekkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar ásamt fleirum undir kennsluháttum læsisfimmunnar eða the daily five. Læsisfimman er skipulag yfir kennsluhætti og aðferðir í læsi og íslensku. Hún byggist á lýðræðislegu umhverfi þar sem nemendur velja sjálfir verkefni, hvar þeir eru og hvernig þeir vinna verkefnin. Þá er mikil áhersla lögð á sjálfstæði og sjálfsaga nemenda. Eins og nafnið gefur til kynna þá skiptist læsisfimman í fimm þætti: Sjálfstæður lestur, vina


Sumarlestur
Grunnskóli Snæfellsbæjar, í samstarfi við Bókasafn Snæfellsbæjar, stóðu fyrir sumarlestri 2019. Þetta er þriðja sinn sem staðið er fyrir slíku verkefni. Markmið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, njóta góðra bóka og síðast en ekki síst til að auka færni í lestri milli skólaára. Aukning hefur orðið á þátttöku í sumarlestrinum á milli ára, að þessu sinni tóku 45 börn þátt en 30 börn skiluðu inn árið á undan. Nokkur vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu síðustu á


Skólabyrjun
Grunnskóli Snæfellsbæjar var settur fimmtudaginn 22. ágúst, í blíðskaparveðri. Þetta skólaár verða 237 nemendur í skólanum í 17 bekkjardeildum og á þrem starfstöðvum. Af þessum 237 nemendum eru 117 nemendur skráðir í skólann í Ólafvík, 94 á Hellissandi og 26 nemendur í Lýsuhólsskóla, þar af eru sjö í leikskóladeildinni. Þetta eru átta færri nemendur en voru á sama tíma fyrir ári í skólanum. Starfsmenn skólans eru 65 í mun færri stöðugildum, 31 almennur starfsmaður og 34 kenna