
9. bekkur á Laugum í Sælingsdal
Vikuna 4.-8. febrúar síðastliðinn fórum við í 9. bekk í grunnskóla Snæfellsbæjar í skólaferð að Laugum í Sælingsdal. Þar vorum við með nemendum frá grunnskólanum í Stykkishólmi, grunnskólanum á Húsavík og frá Þingeyjarskóla. Við lögðum af stað á mánudagsmorgun og vorum komin heim aftur seinni partinn á föstudeginum. Ein af reglunum frá skólabúðunum á Laugum er að öll snjalltæki eru bönnuð og við vorum smá stressuð að fá ekki að hafa símana okkar alla vikuna. Markmið búðanna e

Stóra upplestrarkeppnin 2019
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. mars, grunnskólarnir í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ sendu þrjá fulltrúa hver til keppninnar. Þetta var notaleg stund með hátíðlegu yfirbragði og fallegum söng Rakelar Mirru Steinarsdóttur úr 10. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar og veitingar voru frá Brauðgerð Ólafsvíkur. Kvöldið var ánægjulegt og hátíðlegt í alla staði Fyrir hönd Grunnskóla Snæfellsbæjar kepptu þau Allan, Emil Breki og Matthild

Niðurstöður
Á hverju hausti taka nemendur Grunnskólans könnun er snýr að einelti. Könnun þessi er yfirgripsmikil og spannar 47 spurningar sem notaðar eru til þess að „sigta út“ þá einstaklinga sem telja sig verða fyrir einelti. Niðurstöðurnar nú eru svipaðar og síðustu ár þó greina megi örlitla aukningu í ýmiss konar samskiptavanda í ár en slíkur vandi var í sögulegu lágmarki hjá okkur í fyrra. Í ár eru fjórir nemendur í tveimur bekkjardeildum sem kvarta undan samnemendum sínum. Þrátt fy

Þemadagar í átthagafræði - 8. bekkur
Dagana 31. janúar - 1. febrúar sl. voru haldnir þemadagar í átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Átthagafræði er námsgrein þar sem nemendur í grunnskólanum fá fræðslu um nærsamfélagið. Lykilþættir námsgreinarinnar eru náttúra, landafræði og saga Snæfellsbæjar. Lögð er áhersla á vettvangsferðir, kynningar, miðlun, tjáningu, viðtöl og síðast en ekki síst sköpun. Í námskrá átthagafræðinnar eru markmið hvers bekkjar sett fram og viðfangsefnin skilgreind. Að þessu sinni var ko

Öskudagsball
Öskudagsball var haldið fyrir 1. – 4. bekk í Gsnb á Hellissandi. Þar var kötturinn sleginn úr tunnunni og voru það Viktor Örn Davíðsson Kratsch í 1.bekk og Emilía Sveinsdóttir í 4.bekk sem náðu að slá „kettina“ úr tunnunum.

Fundir með foreldrum
Í dag verða kynntar niðurstöður úr eineltiskönnun sem nemendur tóku í desember. Fundur fyrir foreldra á miðstigi er kl 17:00 og fyrir unglingastigið kl 18:00. Við gerum ráð fyrir að fundirnir taki um 40 mínútur. Það er mikilvægur hluti skólastarfsins að foreldrar mæti á fundi sem þessa og séu þannig vel upplýstir um stöðu mála er varða hag allra nemenda.
Sjáumst í dag! Olweusarteymið