

Persónuvernd
Grunnskóli Snæfellsbæjar viðheldur nemendaskrá til að halda utan um upplýsingar um nemendur sína, námsframvindu og annað sem nauðsynlegt er vegna náms þeirra við skólann. Með þessari skjalfestu upplýsingaöryggisstefnu vill Grunnskóli Snæfellsbæjar leggja áherslu á mikilvægi persónuverndar. Grunnskóli Snæfellsbæjar hagnýtir m.a. upplýsingatækni til að varðveita gögn nemendaskrár og miðla þeim á öruggan og hagkvæman hátt. Það auðveldar skólanum, nemendum og forsjármönnum nemend


Námsgögn
Sú nýbreytni var tekin upp á síðasta skólaári að skólinn lagði nemendum til gjaldfrjáls námsgögn. Þótti þessi tilraun gefa góða raun, að umgengni við ritföngin undanskildri. Við ætlum að halda þessari tilraun áfram. Námsgögnin eru í eigu skólans og nemendur þurfa eftir sem áður að mæta með skólatöskur, pennaveski, íþrótta- og sundföt. Við leggjum á það áherslu að nemendur fari vel með námsgögnin og hvetjum við þá til að nýta áfram það sem til er heima. Nemendum er að sjálfsög


Perlað af krafti
Fimmtudaginn 20. september ætla nemendur í 4.-10. bekk að perla af krafti. Perlað með Krafti er skemmtilegt verkefni þar sem við leggjum góðu málefni lið til styrktar Krafti. Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Krafti, mætir með efni í armböndin og leiðbeinir þátttakendum á staðnum. Félagið „Kraftur, stuðningsfélag“ er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Félagið starfar á landsvísu sem sjálfstætt áhugamannafélag og er aðili


Námskeið um tölvu- og skjánotkun barna
Til stendur að bjóða upp á námskeið um tölvu- og skjánotkun barna, ef næg þátttaka fæst. Þeir sem hyggjast mæta/taka þátt vinsamlega skrái sig hér, fyrir föstudaginn 20.09. https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSemfFdDe18L6h6hEaGEQNVGwuCj1MMHp83Tvt69GE6ZeP46YQ/viewform?usp=pp_url Námskeiðið yrði þriðjudaginn 2. október frá kl 17:00 – 19:00. Það verður foreldrum að kostnaðarlausu hér í Snæfellsbæ. Kennarar námskeiðisins eru: Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og


Ofnæmi / óþol
Talið er að um það bil 5-8 % barna séu með ofnæmi eða óþol fyrir einni eða fleiri fæðutegundum. Mörg þeirra vaxa frá ofnæminu og því eru um það bil 2-3 % fullorðinna með ofnæmi eða óþol. Nemendur með fæðuofnæmi eða fæðuóþol eiga kost á máltíðum í skólamötuneytum skólans sem innihalda ekki þau efni sem þeir eru með óþol eða ofnæmi fyrir. Hafi nemendur ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri með vottorði á skrifstofu skólans og foreldrar fylli út eyðublað þar u


Skólastarfið
Skólastarfið fer mjög vel af stað, nemendur og starfsfólk vel stemmd til að takast á við verkefni sem bíða þeirra. Kynningarfundir eru búnir, og var mjög misjöfn mæting á þá, en þegar á heildina er litið var vel mætt. Í upphafi nýs skólaárs vil ég hvetja nemendur til að koma sér upp góðum og heilbrigðum venjum sem markist af því að gera alltaf sitt besta og hafa gaman af þeim verkefnum sem þeir glíma við hverju sinni. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigt líferni, svo sem nægur s

Mánudaginn 17. september, fáum við góða gesti
Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson munu koma og halda kynskipta fyrirlestra þar sem þau fara m.a. yfir hugtakið sjálfsmynd, hvernig nemendur geta lært að þekkja sína eigin sjálfsmynd og svo leggja þau til leiðir til þess að fyrirbyggja að sjálfsmyndin þróisti neikvæða átt. Kristín og Bjarni eru bæði sálfræðimenntuð og byggja fræðsluna sína á bókum sem þau hafa skrifað um efnið ætlað unglingum. Kristín hefur skrifað bækurnar Stelpur (2010), Stelpur A-Ö (2011), Stelpur geta

Sumarlestur
Í sumar stóðu Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bókasafn Snæfellsbæjar fyrir sumarlestri þar sem nemendur voru hvattir til lesturs yfir sumarið. Þetta er þriðja árið sem þessir aðilar standa sameiginlega fyrir sumarlestri. Þátttakan var svipuð og í fyrra, rúmir 30 nemendur tóku þátt. Rétt er að þakka þeim foreldrum fyrir að halda lestri að börnum sínum sem það gerðu. Nemendur þurftu að skrá í lestrarpésa stutta umsögn um bækur sem þeir lásu og skila inn í lok ágúst. Tveir nemendur


Bókasafnsdagurinn
Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur árlega þann 8. september. Markmið bókasafnsdagsins er tvíþætt; annars vegar að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í lýðræðissamfélagi og hins vegar að vera hátíðisdagur starfsmanna safnanna. Bókasafnsdagurinn í ár er tileinkaður vísindum af öllum toga.