
Mannslíkaminn
Í gær tókum við í notkun kennsluapp sem er gagnaukinn veruleiki (AR). Þetta eru stuttermabolir með kóða framan á. Nemendur nota svo iPad til að sjá innri líffæri líkamans. 6. og 9. bekkir prufuðu bolina.

Lestrarátak Ævars
Lestrarátaki Ævars lauk 1. mars síðastliðin og krakkarnir á Hellissandi lásu 789 bækur þessa tvo mánuði sem lestrarátakið var í gangi eða rétt rúmlega 9 bækur á barn. Geri aðrir betur 👏

Pangea stærðfræðikeppni
Undanfarin tvö ár hefur 8.-9. bekkur tekið þátt í alþjóðlegu stærðfræðikeppninni Pangea og tókum einnig þátt þetta árið. Langar okkur að deila því með ykkur að við eigum keppanda í úrslitum í ár eins og á síðasta ári. Krisinn Freyr Sveinbjörnsson í 8. EDÁ komst áfram og óskum við honum til hamingju með árangurinn. Aðalkeppnin fer fram laugardaginn 17. mars.