
Fundir fyrir foreldra í 10.bekk og á miðstigi
Mikilvægur liður í öflugu skólasamfélagi er gott foreldrasamstarf og því bjóðum við ykkur til spjallfundar fimmtudaginn 22.02. Fundur fyrir foreldra nemenda í 10.bekk kl 17:00 og fyrir foreldra miðstigsnemenda kl 18:00. Á fundinum verður farið yfir niðurstöður eineltiskönnunar sem gerð var í nóvember. Einnig verður farið yfir mál einstakra nemenda og gefst foreldrum kostur á að koma á framfæri atriðum er varða þeirra eigin börn. Áætlaður fundartími er 50 mínútur. Það er mjög

Olweusarfundir
Mikilvægur liður í öflugu skólasamfélagi er gott foreldrasamstarf og því bjóðum við ykkur til spjallfundar fimmtudaginn 15.02. Fundur fyrir foreldra nemenda í 8.bekk kl 17:00 og fyrir foredlra nemenda í 9. bekk kl 18:00. Á fundinum verður farið yfir niðurstöður eineltiskönnunar sem gerð var í nóvember. Einnig verður farið yfir mál einstakra nemenda og gefst foreldrum kostur á að koma á framfæri atriðum er varða þeirra eigin börn. Áætlaður fundartími er 50 mínútur. Það er mjög

Hreint haf
Hreint haf - ungt fólk gegn plastmengun í hafi er þróunarverkefni Landverndar og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Afrakstur verkefnisins verður námsefni um plastmengun í hafi. Umsjón með verkefninu hafa Rannveig Magnúsdóttir og Margrét Hugadóttir. Þær Margrét og Rannveig voru á ferð hér ásamt Dominika Skwarska 9. – 10. janúar sl. þar sem þær fylgdu verkefninu úr hlaði í deildum skólans, könnuðu þekkingu nemenda á málefninu, fræddu þá og fengu hjá þeim hugmyndir eftir ýmsum leiðum. M

Danskennsla
Síðastliðinn föstudag var haldin danssýning nemenda Lýsuhólsskóla. Ásrún Kristjánsdóttir dvaldi hér í þrjá daga og kenndi nemendum dans. Þetta er fastur liður í skólastarfinu og fastheldnin er slík að Ásrún hefur komið hingað hátt í 30 ár nánast samfellt. Frábært að fá hana og kærar þakkir fyrir þrautseigjuna Ásrún.

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018
Sameinumst um að gera netið betra! Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018 er í dag. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Eða eins og það útleggst á ensku: Create, connect and share respect: A better Internet starts with you! Yfir 130 þjóðir um heim allan munu standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag. Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda samstarfsnetið Insafe og yfir 100 önnur lönd munu leiða saman ýmsa hagsmunaaðila t